image

Öflugt streymi, einföld stjórnun

Snjallt útgáfukerfi með sjálfvirkri greiningu sem gerir allt efni leitarhæft. Söfn tilbúin undir hvaða vef sem er á aðgengilegum vefsíðum. Fagleg framtíðarlausn fyrir fyrirtæki.

Betri beinar útsendingar á marga miðla

Sjálfvirk upptaka og útgáfa. Hægt að streyma á marga miðla í einu og klippa út búta úr upptöku.

image

Leitarvænt ljósmyndasafn með myndgreiningu

Ljósmynd skipulagðar í snjöllu safni með myndgreiningu sem gerir kleift að leita að og finna myndir á augabragði.

image

Innbyggður spilari og tilbúnar vefsíður

Birtu efni á eigin vefsíðu og hafðu algjört vald á útliti, aðgengi, útgáfu og dreifingu.

image

Útgefin rit og blöð verða leitanleg

Öll útgefin rit og blöð leitanleg og einfaldur aðgangur að útgáfusafni.

image

Aukin skilvirkni og minni kostnaður

Færri handtök spara tíma, auka gæði og lækka kostnað. Efni sem áður var týnt í gagnageymslum margfaldast í virði.

image

Hraðvirkur og hagkvæmur gagnaflutningur

Sérsniðið efnisafhendingarnet tryggir skjótan gagnaflutning og ódýran og áreiðanlegan aðgang að efni.

image

Ótakmarkað magn notenda og öryggi

Opið, læst eða áskrift. Full stjórn á aðgangi, AD notendastýringar.

image

Skjátextar og talgreining*

Sjálfvirk talgreining býr til skjátexta og handrit sem auka leitarhæfni myndbanda. *Væntanlegt

image

Mælaborð með tengingu við marga miðla

Stýrðu útgáfu á eigin vef, YouTube, Facebook, Instagram, TikTok og Spotify og upplýsingar um spilanir safnast á einn stað.

image

Íslensk nýsköpun

Vönduð gæði

image

Við mætum og tökum til

Sérfræðingar Lóulóu gera úttekt á öllu efni, tæknilegum innviðum og búa til skothelt framtíðarplan fyrir safnið og útgáfuna, hvort sem um er að ræða myndbönd, ljósmyndir, hlaðvörp eða bein streymi.

Bókaðu kynningu

Samstarfsaðilar og viðskiptavinir

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
Teymið
image

Tinni Sveinsson

Framkvæmdastjóri Lóulóu. Fyrrum ritstjóri Vísis, vefstjóri og verkefnastjóri í rúman áratug.

tinni@loaloa.is
image

Valur Hrafn Einarsson

Tæknistjóri Lóulóu. Fyrrum tæknistjóri Stokks Software og tæknistjóri Vísis og tengdra miðla í rúman áratug.

valur@loaloa.is
image

Sverrir V. Hermannsson

Forritari. Áratugs reynsla af fjölmiðlum og fjarskiptum.

sverrir@loaloa.is
image

Þín útgáfa, okkar sérþekking

Lóalóa sameinar öfluga tækni með sérfræðiráðgjöf til að tryggja að útgáfa þín sé í hæsta gæðaflokki.

Fáðu að vita meira

Fréttamolar úr starfseminni

image

Lóalóa gengur til samstarfs við Varnish Software

Lóalóa og Varnish Software hafa gert samning um uppbyggingu háþróaðs efnisafhendingarnets. Samstarfið tryggir fyrirtækjum á Íslandi og erlendis skjótan og áreiðanlegan aðgang að stafrænu efni þeirra.

image

Ursus fjárfestir í Lóulóu

Félagið Ursus tók þátt í hlutafjáraukningu hjá Lóulóu og tók Heiðar Guðjónsson fjárfestir jafnframt sæti í stjórn félagsins.

image

Lóalóa hluti af AWS Activate, Microsoft for Startups og NVIDIA Ignite

Eftir umsóknarferli fékk Lóalóa inngöngu í stuðningsnetin AWS Activate, Microsoft for Startups og NVIDIA Ignite. Þau veita aðgang að tækni til að þróa skýjalausnir og nýta gervigreind.

Um okkur

Lóalóa er fyrsta flokks hugbúnaður sem einfaldar útgáfu og stafræna efnisstjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Öflug skýjatækni, snjöll gervigreindartól, vönduð vefmiðlun, margslungin mælaborð og sérsniðnar leitarvélar. Lausnin er hönnuð af sérfræðingum með áratuga reynslu í vefmiðlun, streymi og upplýsingatækni. Kerfið er notendavænt, eykur afköst, bætir utanumhald og sparar tíma í meðhöndlun stafrænna safna. Starfsmenn Lóulóu sjá um allan undirbúning, yfirfærslu og uppsetningu.